Færsluflokkur: Dægurmál

Hvalfjarðargöng - Álit ADAC

Ágætt að fá þetta staðfest. Mér hefur alltaf fundist það til skammar, hve Hvalfjarðargöngin eru illa úr garði gerð, fyrst í þau var ráðist á annað borð. Þau eru illa lýst, loftræsing ömurleg, og síðast en ekki síst, þau eru of þröng. Þarna má ekkert út af bera. Það ekki hægt að segja að þessi göng séu "tussufín", svo notað sé orðalag, sem verið hefur í fréttum. Vonandi tekur Spölur og aðrir, sem málið varðar, þetta til sín.
mbl.is Hvalfjarðargöng fá falleinkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fögnuður

"Óttist eigi, því ég boða yður mikinn fögnuð. Samkeppniseftirlitið mun ráðast inn í fyrirtæki yðar og gera húsleit". Og skv. fréttum eru forsvarsmenn Teymis og Vodafone frávita af fögnuði yfir þessari aðgerð. Ótrúlegt hvers konar bull vel gefið fólk lætur út úr sér. Grínlaust, þá 'fagnar' ekkert fyrirtæki svona aðgerðum, jafnvel þótt það hafi ekkert að fela. Það er ákveðinn álitshnekkir að verða fyrir slíkri aðgerð af hálfu opinberrar eftirlitsstofnunar. Og óhjákvæmilega hefur þetta í för með sér röskun á starfseminni, á meðan húsleitin stendur yfir. Í sporum þessa ágæta fólks hefði ég látið ógert að gera mikið úr fögnuðinum. Nóg að segjast fullviss um að rannsóknin muni ekki leiða neitt óeðlilegt í ljós, sem ég vona þeirra vegna að verði raunin.


mbl.is Vodafone fagnar aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband